29.4.2010 | 20:36
Nú er lag
Ætli maður geti ekki fengið nokkra tugi kúlulán í sirka 10ár,á yfirveðsett hús en er góður kall :o)held að mitt mannorð sé ekki skaddaðara en hjá Jón Ásgeir.Við sláum öllum banandalýðveldum við erum flottust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2010 | 15:46
Ísland í dag
Ég hef verið að bíða og vona að stjórnendur landsins tækju af hörku á þeim óþveralíð sem rændi landið en ekkert skeður,nú er löngu byrjað að taka allt af saklausum fjölskyldum og stimpla þær sem glæpalýð sem stendur ekki við sitt.
Samt á það fólk sem misst hefur allt sitt að borga fyrir þá sem eru valdir að hruninu og líka bankabækur útlendinga sem tóku sjens í græðgiskasti,sáu óraunhæflega háa vexti og hefðu mátt segja sér að áhættan væri hærri,mér var kennt það sem ungum manni að taka aldrei áhættu nema ég væri tilbúinn að tapa því.
En hvar er okkar trygging?allur sparnaður í fasteign farinn,lífeyrir skertur,laun lækkuð,skattar hækkaðir,heilbrygðisþjónusta hækkuð,matvara hækkuð,svona mætti endalaust telja,er okkar réttur minni í okkar eigin landi ég segi nei.
Það þarf að setja góðan lás á alþingi og setja á þjóðstjórn af menntuðum hæfum mönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 08:54
Sjálfstæðisflokkurinn
Mér líst bara vel á Sjálfstæðismenn og Samfylkingin haldi bara sínu fólki á þingi,þá á þjóðin auðveldara með að sjá hið rétta andlit flokkanna og kjósa þá ekki óvart yfir okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2010 | 11:39
Það er eitthvað mikið að á Íslandi (BÓNUSAR FYRIR BANKAMENN )
Er ekki í lagi með þessa menn,það er verið að skerða laun hjá venjulegu vinnandi fólki í landinu og aðal ástæða þess er sukk,svínarí og hreinn og beinn þjófnaður frá almenningi og þjóð af hálfu bankanna og auðmanna.
Og nú vilja bankamenn með réttlætingu ríkisstjórnar fá bónusa fyrir að láta sömu andskotana fá fyrirtækin aftur HALLÓ,ætti ekki fyrst að láta þá borga til baka bónusa á tapinu sem þeir ollu þjóðinni fyrst of sækja það sem var stolið af okkur.
Menn ættu að skoða betur ástandið í landinu,hér er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur,fólk á ekki fyrir mat,stór hluti þjóðarinnar að missa allt sitt,börnin okkar dæmd til að borga áfram sukkið sem komið er,samt heldur kerfið áfram að stela af okkur.
NEI NÚ ER ORÐIÐ TÍMABÆRT AÐ UNDIRBÚA BYLTINGU EF VIÐ ÆTLUM AÐ HALDA OKKAR SJÁLFSTÆÐI,BURTU MEÐ ÞETTA HYSKI SEM FYRST.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)