Ísland í dag

Ég hef verið að bíða og vona að stjórnendur landsins tækju af hörku á þeim óþveralíð sem rændi landið en ekkert skeður,nú er löngu byrjað að taka allt af saklausum fjölskyldum og stimpla þær sem glæpalýð sem stendur ekki við sitt.

Samt á það fólk sem misst hefur allt sitt að borga fyrir þá sem eru valdir að hruninu og líka bankabækur útlendinga sem tóku sjens í græðgiskasti,sáu óraunhæflega háa vexti og hefðu mátt segja sér að áhættan væri hærri,mér var kennt það sem ungum manni að taka aldrei áhættu nema ég væri tilbúinn að tapa því.

En hvar er okkar trygging?allur sparnaður í fasteign farinn,lífeyrir skertur,laun lækkuð,skattar hækkaðir,heilbrygðisþjónusta hækkuð,matvara hækkuð,svona mætti endalaust telja,er okkar réttur minni í okkar eigin landi ég segi nei.

Það þarf að setja góðan lás á alþingi og setja á þjóðstjórn af menntuðum hæfum mönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband